Valsmenn sóttu sigur á Sauðárkrók

Jón Arnór Stefánsson, Kristófer Acox og Finnur Freyr Stefánsson fögnuðu …
Jón Arnór Stefánsson, Kristófer Acox og Finnur Freyr Stefánsson fögnuðu sigri á Sauðárkróki í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Valsmenn gerðu góða ferð til Sauðárkróks í kvöld og sigruðu þar Tindastólsmenn í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, 77:71.

Valur hefur þá unnið tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu en þetta var þriðja tap Sauðkrækinga í fjórum leikjum.

Tindastóll byrjaði betur og var með forystu eftir fyrsta leikhluta, 20:13. Valsmenn sneru því með öflugum öðrum leikhluta og voru yfir í hálfleik, 38:33. Þeir juku síðan forskotið og héldu heimamönnum í þægilegri fjarlægð frá sér allan síðari hálfleikinn þó Stólarnir hefðu náð að saxa aðeins á forskotið á síðustu mínútunni.

Kristófer Acox og Jón Arnór Stefánsson voru í lykilhlutverkum en Kristófer var með 18 stig og 9 fráköst og Jón Arnór 17 stig. Miguel Cardoso skoraði 16 og Pavel Ermolinskij tók 9 fráköst ásamt því að skora sex stig.

Jaka Brodnik skoraði 16 stig fyrir Tindastól, Viðar Ágústsson 15, Nikolas Tomsick 12 og Antanas Udras 10.

Gangur leiksins: 6:4, 14:9, 16:11, 20:13, 25:19, 26:27, 31:33, 33:38, 38:45, 41:51, 44:58, 51:60, 55:60, 58:69, 60:69, 71:77.

Tindastóll: Jaka Brodnik 16/8 fráköst, Viðar Ágústsson 15/6 fráköst, Nikolas Tomsick 12/4 fráköst/5 stoðsendingar, Antanas Udras 10/9 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 9/5 stoðsendingar, Axel Kárason 7/4 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 2/7 fráköst.

Fráköst: 31 í vörn, 10 í sókn.

Valur: Kristófer Acox 18/9 fráköst/5 stolnir, Jón Arnór Stefánsson 17/5 fráköst, Miguel Cardoso 16/4 fráköst, Sinisa Bilic 7/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 6, Pavel Ermolinskij 6/9 fráköst, Benedikt Blöndal 3, Ástþór Atli Svalason 2/4 fráköst, Illugi Steingrímsson 2.

Fráköst: 30 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Gunnlaugur Briem, Jakob Árni Ísleifsson.

Áhorfendur: 8

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert