Elvar öflugur í tapi

Elvar Már Friðriksson í leik með Siauliai fyrr á tímabilinu.
Elvar Már Friðriksson í leik með Siauliai fyrr á tímabilinu. Ljósmynd/LKL

Bakvörðurinn Elvar Már Friðriksson var afar öflugur í 78:86 tapi Siauliai gegn Rytas í litháísku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í dag.

Elvar var næststigahæstur í leiknum með 16 stig og tók auk þess sex fráköst og gaf sex stoðsendingar fyrir liðsfélaga sína. Stigahæstur í leiknum var liðsfélagi Elvars, Belginn Andy van Vliet, með 19 stig.

Siauliai er sem fyrr í 10. sæti á botni litháísku úrvalsdeildarinnar með 8 stig en á þó leiki til góða á næstu lið fyrir ofan.

Þannig er Siauliai búið að spila 14 leiki en Neptunas í 9. sæti hefur spilað 16 leiki og Cbet í 8. sæti hefur leikið 18 leiki. Fjölda leikja hefur verið frestað í deildinni undanfarið vegna kórónuveirusmita sem hafa komið upp hjá liðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert