Forskot KR gufaði upp

Sóllilja Bjarnadóttir (10) var illviðráðanleg í kvöld.
Sóllilja Bjarnadóttir (10) var illviðráðanleg í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breiðablik vann KR í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld í Smáranum í Kópavogi 74:49 en KR hafði níu stiga forskot að loknum fyrri hálfleik. 

Leikurinn var því afar kaflaskiptur. Breiðablik skoraði ekki nema 7 stig í öðrum leikhluta en að loknum fyrri hálfleik var staðan 32:23 fyrir KR. Í þriðja leikhluta skoraði KR aðeins 10 stig og þann leikhluta vann Breiðablik með sautján stiga mun. Munurinn jókst hratt og hélt áfram að aukast í síðasta leikhlutanum. 

Breiðablik sleit sig þar með frá KR og er með 6 stig en KR er á botninum með 2 stig. 

Sólilja Bjarnadóttir sem lék með KR á síðasta keppnistímabili skoraði 28 stig fyrir Blikana og hitti frábærlega fyrir utan þriggja stiga línuna en af því færi hitti hún úr sjö skotum af ellefu. Annika Holopainen skoraði 20 stig fyrir KR. 

Breiðablik - KR 74:49

Smárinn, Dominos deild kvenna, 24. febrúar 2021.

Gangur leiksins:: 3:5, 9:12, 14:15, 16:18, 16:20, 20:24, 23:29, 23:32, 25:36, 33:36, 45:38, 50:42, 55:44, 62:47, 70:49, 74:49.

Breiðablik: Sóllilja Bjarnadóttir 28/9 fráköst, Iva Georgieva 13/6 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 13/13 fráköst/5 stoðsendingar, Fanney Lind G. Thomas 7, Jessica Kay Loera 6/4 fráköst/6 stoðsendingar, Birgit Ósk Snorradóttir 3/4 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Hafrún Erna Haraldsdóttir 2.

Fráköst: 30 í vörn, 11 í sókn.

KR: Annika Holopainen 20/13 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 8, Eygló Kristín Óskarsdóttir 7/9 fráköst, Taryn Ashley Mc Cutcheon 7/14 fráköst/7 stoðsendingar, Ástrós Lena Ægisdóttir 4, Gunnhildur Bára Atladóttir 3/4 fráköst.

Fráköst: 32 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Friðrik Árnason, Stefán Kristinsson.

Áhorfendur: 30

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert