Haukar skoruðu 18 stig í síðari hálfleik

Kiana Johnson skoraði 27 stig í kvöld, tók 12 fráköst …
Kiana Johnson skoraði 27 stig í kvöld, tók 12 fráköst og stal boltanum fimm sinnum fyrir Val. Eggert Jóhannesson

Valur vann Hauka með fimmtán stiga mun 79:64 í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik á Hlíðarenda í kvöld. 

Haukar voru yfir 46:37 að loknum fyrri hálfleik en Haukar skoruðu 30 stig í öðrum leikhluta. Hléið hafði hins vegar ekki góð áhrif á Hafnfirðinga sem skoruðu aðeins 7 stig í þriðja leikhluta og alls 18 stig í síðari hálfleik. 

Valskonur gengur á lagið og unnu öruggan sigur en Valur skoraði 26 stig í þriðja leikhluta þegar liðið snéri taflinu við. 

 Valur er með 16 stig eftir tíu leiki en Haukar eru með 14 stig eftir ellefu leiki. 

Valur - Haukar 79:64

Origo-höllin Hlíðarenda, Dominos deild kvenna, 24. febrúar 2021.

Gangur leiksins:: 5:3, 11:8, 14:13, 19:16, 22:27, 22:31, 29:36, 37:46, 46:46, 54:49, 58:51, 63:53, 70:57, 72:59, 76:61, 79:64.

Valur: Kiana Johnson 27/12 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 13, Helena Sverrisdóttir 12/12 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 8, Ásta Júlía Grímsdóttir 6/5 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 5, Nína Jenný Kristjánsdóttir 5/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 3.

Fráköst: 29 í vörn, 12 í sókn.

Haukar: Alyesha Lovett 27/14 fráköst/6 stoðsendingar, Þóra Kristín Jónsdóttir 9/7 fráköst/5 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 8/5 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 6, Lovísa Björt Henningsdóttir 6/5 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 5, Bríet Sif Hinriksdóttir 3.

Fráköst: 25 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Bjarki Þór Davíðsson.

Áhorfendur: 36

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert