Úrskurðaður í tólf leikja bann

Malik Beasley í leik með Minnesota Timberwolves gegn meisturunum í …
Malik Beasley í leik með Minnesota Timberwolves gegn meisturunum í LA Lakers. AFP

Malik Beasley, leikmaður Minnesota Timberwolves, hefur verið úrskurðaður í tólf leikja bann af NBA-deildinni í framhaldi af ákæru sem Beasley fékk. 

Beasley var sakaður um að hafa í hótunum við ónafngreindan einstakling og gerði sátt í málinu. Mun málið þar af leiðandi ekki hafa frekari afleiðingar í för með sér fyrir Beasley að því gefnu að hann standi við þá skilmála sem sáttin felur í sér. 

Beasley leikur hins vegar ekki í NBA á næstunni en þar sem þétt er leikið líður tólf leikja bann reyndar nokkuð fljótt. 

Beasley er enginn farþegi í deildinni og hefur skorað 20 stig að meðaltali í vetur og er það annað tímabilið í röð sem hann nær því. Fjarvera hans mn því hafa áhrif á sóknarleikinn hjá Minnesota. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert