Ekkert gefið eftir í Þorlákshöfn

Halldór Garðar Hermannsson var stigahæstur gegn KR í kvöld.
Halldór Garðar Hermannsson var stigahæstur gegn KR í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórsarar létu ekki sóttvarnarhléið slá sig út af laginu og héldu sínu striki þegar KR kom í heimsókn í Þorlákshöfn í kvöld í Dominos-deild karla í körfuknattleik.

Þór sigraði 84:76 en liðið tók forystuna strax í fyrsta leikhluta og var yfir út leikinn. Halldór Garðar Hermannsson skoraði 21 stig fyrir Þór en Tyler Sabin var með 24 stig hjá KR. 

Þór er með 24 stig en KR er í 4. sæti með 20 stig. Forskot Keflvíkinga á toppnum er ansi gott en liðið er með 28 stig og á liðið leik til góða.

KR-ingar tefldu fram Þóri Guðmundi Þorbjarnarsyni sem nú er kominn heim úr háskólanámi í  Bandaríkjunum og skoraði hann 7 stig og tók 10 fráköst en á eftir að stilla miðið betur. 

Þór Þorlákshöfn  KR 84:76

Icelandic Glacial-höllin, Dominos-deild karla, 22. apríl 2021.

Gangur leiksins:: 4:2, 10:4, 18:11, 26:18, 30:28, 37:33, 42:35, 47:37, 49:39, 57:42, 60:44, 64:50, 71:52, 74:63, 75:68, 84:76.

Þór Þorlákshöfn: Halldór Garðar Hermannsson 21/7 stoðsendingar, Callum Reese Lawson 18/19 fráköst, Larry Thomas 18/6 fráköst, Ragnar Örn Bragason 12/8 fráköst, Emil Karel Einarsson 9, Davíð Arnar Ágústsson 4/5 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 2/5 fráköst.

Fráköst: 37 í vörn, 9 í sókn.

KR: Tyler Sabin 24/6 fráköst, Veigar Áki Hlynsson 11/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 11, Jakob Örn Sigurðarson 8/6 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 7/10 fráköst, Zarko Jukic 7/8 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 6, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 2.

Fráköst: 30 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jakob Árni Ísleifsson, Gunnlaugur Briem.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert