Óeðlileg samskipti þjálfara við ungt barn

„Það er margt sem hefði mátt betur fara í samskiptum mínum við þjálfara mína á mínum ferli,“ sagði Sylvía Rún Hálfdánardóttir, fyrrverandi landsliðskona í körfuknattleik, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Sylvía Rún, sem er 22 ára gömul, lagði skóna óvænt á hilluna á síðasta ári, þá 21 árs gömul, eftir langvarandi veikindi.

Hún steig sín fyrstu skref með meistaraflokki þrettán ára gömul en um tíma spilaði hún og æfði með fjórum flokkum samtímis og því fylgdi mikið álag.

„Ég fékk að heyra alls konar hluti frá mínum þjálfurum sem hjálpuðu ekki beint sjálfsímynd minni,“ sagði Sylvía.

„Ég fékk að heyra að ég væri of góð til þess að fá hrós og ég skildi það aldrei almennilega.

Í eitt skiptið, þegar ég var mjög ung vorum við að tapa einhverjum leik og þá sagði þjálfarinn við mig að ég yrði að gera eitthvað, annars væri það mér að kenna ef við myndum tapa,“ sagði Sylvía.

Viðtalið við Sylvíu Rún í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert