Lögð í einelti af fullorðnum liðsfélaga

„Ég átti erfitt með að trúa því að þetta væri að gerast,“ sagði Sylvía Rún Hálfdánardóttir, fyrrverandi landsliðskona í körfuknattleik, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Þegar hún var einungis þrettán ára gömul byrjaði hún að æfa með meistaraflokki en það var þá sem fullorðinn liðsfélagi hennar byrjaði að leggja hana í einelti.

Sylvía gerði sér ekki grein fyrir því að um einelti væri að ræða fyrst um sinn en fjórum árum síðar var hún greind með þráhyggju- og árátturöskun, kvíða og þunglyndi sem varð til þess að hún lagði skóna á hilluna í fyrra, 21 árs gömul.

„Ég var mjög lengi að tala um þetta sem einelti og það er ekki langt síðan ég byrjaði á því,“ sagði Sylvía.

„Það var alveg sama hvað ég gerði á æfingum, gott eða slæmt, alltaf fann hún eitthvað að því sem ég var að gera. 

Það voru ófá skiptin sem ég hljóp af miðri æfingu inn á klósett, hágrenjandi,“ sagði Sylvía meðal annars.

Viðtalið við Sylvíu Rún í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert