Tindastóll skrefi á undan ÍR-ingum

Taiwo Badmus var stigahæstur í liði Tindastóls með 28 stig.
Taiwo Badmus var stigahæstur í liði Tindastóls með 28 stig. mbl.is/Unnur Karen

Taiwo Badmus skoraði 29 stig fyrir Tindastól þegar liðið vann nokkuð þægilegan 21 stiga sigur gegn ÍR í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Síkinu á Sauðárkróki í áttundu umferð deildarinnar í kvöld.

Þá tók Badmus einnig sex fráköst í leiknum sem lauk með 98:77-sigri Tindastóls.

Tindastóll leiddi með tveimur stigum eftir fyrsta leikhluta, 22:20, og þeir juku forskot sitt hægt og rólega í öðrum leikhluta en staðan í hálfleik var 47:34, Tindastól í vil.

ÍR-ingum tókst að laga stöðuna í þriðja leikhluta í 59:70 og þeim tókst að minnka forskot Tindastóls í fjögur stig í fjórða leikhluta, 71:75 þegar sex mínútur voru til leiksloka. Lengra komust ÍR-ingar hins vegar ekki og Tindastóll stakk af á lokamínútum leiksins.

Javon Bess skoraði 22 stig fyrir Tindastól þá skoraði Sigurður Gunnar Þorsteinsson 15 stig og tók tíu fráköst. 

Hjá ÍR skoruðu þeir Sigvaldi Eggertsson, Triston Simpson og Colin Pryor allir 16 stig hver.

Tindastóll er með 12 stig í öðru sæti deildarinnar en ÍR er með 4 stig í níunda sætinu.

Gangur leiksins:: 8:5, 10:13, 17:17, 22:20, 23:25, 29:28, 37:34, 47:34, 53:39, 61:41, 66:52, 70:59, 73:67, 79:71, 88:77, 98:77.

Tindastóll: Taiwo Hassan Badmus 29/6 fráköst, Javon Anthony Bess 22, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 15/10 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 15/6 fráköst, Thomas Kalmeba-Massamba 13/4 fráköst/9 stoðsendingar, Hannes Ingi Másson 4.

Fráköst: 24 í vörn, 6 í sókn.

ÍR: Triston Isaiah Simpson 16/5 stoðsendingar, Sigvaldi Eggertsson 16, Collin Anthony Pryor 16/5 fráköst/5 stoðsendingar, Igor Maric 13/5 fráköst, Róbert Sigurðsson 8, Sæþór Elmar Kristjánsson 5, Breki Gylfason 3.

Fráköst: 19 í vörn, 1 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Jakob Árni Ísleifsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

Áhorfendur: 432

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert