Fimm leikjum frestað vegna veirunnar

Leik Vals og KR hefur verið frestað um óákveðinn tíma.
Leik Vals og KR hefur verið frestað um óákveðinn tíma. mbl.is/Arnþór Birkisson

KKÍ, Körfuknattleikssamband Íslands, hefur ákveðið að fresta fimm leikjum í úrvals- og 1. deildum karla og kvenna vegna kórónuveirunnar.

Leik Breiðabliks og KR sem fara átti fram í kvöld í Smáranum hefur verið frestað sem og leik Vals og KR, sem fara átti fram á Hlíðarenda 10. janúar. Báðir leikir áttu að fara fram í úrvalsdeild karla.

Þá hefur leikjum Hauka og Selfoss og Hattar og Selfoss í 1. deild karla verið frestað en leikirnr áttu að fara fram 8. janúar og 10. janúar.

Þá hefur leik KR og Stjörnunnar í 1. deild kvenna verið frestað en sá leikur átti að fara fram á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert