Njarðvík upp í annað sætið

Nicolas Richotti átti mjög góðan leik.
Nicolas Richotti átti mjög góðan leik. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Bikarmeistarar Njarðvíkur eru komnir upp í annað sæti Subway-deildar karla í körfubolta eftir 109:92-útisigur á Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn. Bæði lið eru með 16 stig, en Njarðvík hefur unnið báða leiki liðanna í vetur. 

Þórsarar byrjuðu betur og voru yfir fyrstu mínúturnar en Daninn Daniel Mortensen byrjaði mjög vel. Njarðvíkingar sóttu í sig veðrið eftir því sem leið á fyrsta leikhlutann og Nicolas Richotti var sjóðheitur. Staðan eftir leikhlutann var 25:22, Njarðvík í vil.

Annar leikhlutinn var mjög jafn en Njarðvík var skrefinu á undan stærstan hluta leikhlutans. Richotti hitti hinsvegar verr en í fyrsta leikhlutanum og hinum megin datt Glynn Watson í gang. Þór vann leikhlutann með einu stigi og var staðan í hálfleik 49:47, Njarðvík í vil.

Gestirnir úr Njarðvík tóku síðan öll völd á vellinum í seinni hálfleik og lögðu grunninn að sigrinum með góðum þriðja leikhluta sem liðið vann 28:21. Njarðvíkingar héldu áfram að bæta í forskotið í fjórða leikhluta og unnu að lokum öruggan sigur.

Áðurnefndur Richotti var stigahæstur hjá Njarðvík með 28 stig og Derick Basile gerði 24, tók 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Hjá Þór var Glynn Watson með 33 stig og Daniel Mortensen 24. 

Þór Þ. 92:109 Njarðvík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert