Annar sigur Íslands í röð

Almar Orri Atlason átti afar góðan leik fyrir íslenska liðið.
Almar Orri Atlason átti afar góðan leik fyrir íslenska liðið. Ljósmynd/FIBA

Íslenska U18 ára landslið karla í körfubolta vann sinn annan leik í röð í B-deild Evrópumótsins í Ploiesti í Rúmeníu er liðið lagði Írland í dag, 103:80.

Ísland lagði grunninn að sigrinum með glæsilegum þriðja leikhluta, sem vannst með 18 stigum. Eftir það var sigurinn aldrei í hættu.

Almar Orri Atlason skoraði 21 stig og tók ellefu fráköst og Daníel Ágúst Halldórsson bætti við 20 stigum og fimm stoðsendingum. Tómas Valur Þrastarson gerði 17 stig og tók 13 fráköst.

Eftir 75:87-tap gegn Danmörku í fyrsta leik hefur Ísland svarað með tveimur sigrum en liðið vann 105:91-sigur á Eistlandi í gær.

Íslenska liðið mætir Úkraínu í lokaleik sínum í riðlinum á miðvikudag, þar sem sæti í átta liða úrslitum gæti verið undir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert