Isabella frá Ástralíu í Smárann

Isabella Ósk Sigurðardóttir í leik með Breiðabliki á síðustu leiktíð.
Isabella Ósk Sigurðardóttir í leik með Breiðabliki á síðustu leiktíð. mbl.is/Unnur Karen

Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur gengið frá samningi við landsliðskonuna Isabellu Ósk Sigurðardóttur og mun hún leika með liðinu á komandi leiktíð.

Isabella var lykilmaður hjá Breiðabliki á síðustu leiktíð og skoraði þá 14,4 stig, tók 13,8 fráköst og gaf 2,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hún átti stóran þátt í að Breiðablik fór alla leið í bikarúrslit.

Eftir tímabilið fór Isabella til Ástralíu að leika fyrir South Adelaide Panthers í B-deildinni þar sem henni gekk vel. Þrátt fyrir það hefur hún ákveðið að snúa aftur heim í Smárann.

Isabella er 25 ára gömul og leikur sem miðherji en hún á að baki átta A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert