Fyrsti sigur Fjölnis kom í Breiðholtinu

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir í baráttunni í Seljaskóla í kvöld.
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir í baráttunni í Seljaskóla í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Urté Slavickaite skoraði 20 stig fyrir Fjölni þegar liðið hafði betur gegn nýliðum ÍR í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik í Seljaskóla í Breiðaholti í 2. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 58:50-sigri Fjölnis en ÍR-ingar byrjuðu leikinn betur og leiddu með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta, 16:12.

Fjölnir var sterkari í öðrum leikhluta og leiddi 31:22 í hálfleik og þrátt fyrir að ÍR-ingum hafi tekist að minnka forskot Fjölnis í fjögur stig í .riðja leikhluta. 38:42, tókst þeim ekki an súa leiknum sér í vil.

Simone Sill skoraði 17 stig og tók 16 fráköst fyrir Fjölni en Greeta Uprus var stigahæst í liði ÍR með 21 stig og 8 fráköst.

Fjölnir er með 2 stig í fimmta sætinu en ÍR er án stiga í sjöunda og næstneðsta sætinu.

ÍR - Fjölnir 50:58

TM Hellirinn, Subway deild kvenna, 28. september 2022.

Gangur leiksins:: 5:3, 7:3, 7:10, 16:12, 20:16, 20:21, 22:28, 22:31, 25:33, 27:38, 33:40, 38:42, 40:46, 40:50, 44:52, 50:58.

ÍR: Greeta Uprus 21/8 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 10/10 fráköst, Rebekka Rut Hjálmarsdóttir 8/5 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 4, Margrét Blöndal 4/4 fráköst, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 3.

Fráköst: 25 í vörn, 6 í sókn.

Fjölnir: Urté Slavickaite 20, Simone Sill 17/16 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 8/15 fráköst, Dagný Lísa Davíðsdóttir 6/8 fráköst, Heiður Karlsdóttir 4, Shanna Dacanay 3.

Fráköst: 28 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Johann Gudmundsson, Aron Rúnarsson, Jon Thor Eythorsson.

Áhorfendur: 102

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert