Haukar eru bikarmeistarar kvenna

Haukar fagna bikarmeistaratitlinum ásamt ungum stuðningsmönnum.
Haukar fagna bikarmeistaratitlinum ásamt ungum stuðningsmönnum. mbl.is/Óttar Geirsson

Haukar eru bikarmeistarar kvenna í körfuknattleik árið 2023. Haukar lögðu Keflavík 94:66 í bikarúrslitaleik liðanna í Laugardalshöll í dag.

Haukakonur byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti. Þær spiluðu sterka vörn og ýttu Keflavík út úr sínum þægindaramma. Þær þvinguðu Keflavík til að stilla upp í nær öllum sóknum en Keflavíkurliðið vill helst hlaupa á andstæðinginn.

Keira Robinson með boltann í leiknum í dag.
Keira Robinson með boltann í leiknum í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Þær náðu fljótt 10 stiga forskoti sem Keflavík reyndist erfitt að brúa. Haukar náðu mest 16 stiga forskoti í fyrsta leikhluta í stöðunni 23:7 en Keflavík skoraði síðustu 7 stigin í leikhlutanum og rétti sinn hlut.

Seint í öðrum leikhluta tóku Haukar flugið eftir jafnræði fram að því og leiddu með 10 stigum í hálfleik, 45:35. Haukakonur juku muninn í 16 stig í þriðja leikhluta og svo enn frekar í þeim fjórða. Þær fóru að lokum með glæsilegan 28 stiga sigur. Bikarmeistarar kvenna árið 2023 eru Haukar úr Hafnarfirði.

Til hamingju Haukar!

mbl.is/Óttar Geirsson

Haukar - Keflavík 94:66

Laugardalshöll, VÍS bikar kvenna, 14. janúar 2023.

Gangur leiksins:: 4:1, 10:5, 19:7, 23:11, 28:20, 37:25, 40:31, 45:35, 52:37, 57:43, 59:46, 67:51, 69:51, 76:54, 83:64, 94:66.

Haukar: Keira Breeanne Robinson 22/12 fráköst/5 stoðsendingar, Sólrún Inga Gísladóttir 20/7 fráköst/7 stoðsendingar, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 18/4 fráköst, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 12/5 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 11/6 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 8/8 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 3.

Fráköst: 34 í vörn, 9 í sókn.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 30/16 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 10, Birna Valgerður Benónýsdóttir 10, Katla Rún Garðarsdóttir 8, Ólöf Rún Óladóttir 4/5 fráköst, Agnes María Svansdóttir 2, Karina Denislavova Konstantinova 2.

Fráköst: 18 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson, Jakob Árni Ísleifsson.

Áhorfendur: 944

mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is/Óttar Geirsson
Haukar 94:66 Keflavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert