Valur bikarmeistari í fyrsta sinn í 40 ár

Valsmenn með bikarinn að leik loknum.
Valsmenn með bikarinn að leik loknum. mbl.is/Óttar

Valur lagði Stjörnuna í hörkuleik í bikarúrslitum í Laugardalshöll í dag, 72:66. Bikarmeistari í körfubolta karla árið 2023 er Valur og þetta er í fyrsta skipti í fjörutíu ár sem Valsmenn hreppa þennan titil.

Kári Jónsson skoraði fyrstu stigin í leiknum með þriggja stiga skoti fyrir Val en Stjarnan komst yfir í stöðunni 8:5. Liðin skiptust á að hafa forystuna megnið af fyrsta leikhluta en Stjörnumenn rifu sig aðeins frá Val undir lokin og leiddu að honum loknum, 22:17.

Pablo Bertone og Adama Darboe í baráttunni í dag.
Pablo Bertone og Adama Darboe í baráttunni í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Valur komst yfir í stöðunni 30:31 og svo 30:33 en Stjarnan skoraði fjögur stig í röð og komst aftur yfir. Valur náði aftur yfirhöndinni, komst mest fimm stigum yfir í leikhlutanum og leiddi með einu stigi í hálfleik, 38:39.

mbl.is/Óttar Geirsson

Stjarnan byrjaði betur í seinni hálfleik og náði fimm stiga forystu í stöðunni, 44:39 og sjö stiga forystu í stöðunni, 48:41. Stjarnan hélt forystu út leikhlutann en munurinn var aðeins eitt stig að honum loknum, 54:53.

mbl.is/Óttar Geirsson

Fjórði leikhlutinn var æsispennandi en Valur komst yfir í stöðunni, 59:60 þegar fimm mínútur lifðu leiks. Þeir voru sterkari á endasprettinum og tryggðu sér sex stiga sigur að lokum, 66:72 og þar með bikarmeistaratitilinn.

Laugardalshöll, VÍS bikar karla, 14. janúar 2023.

Gangur leiksins:: 3:5, 10:8, 15:14, 22:17, 24:21, 30:31, 34:33, 38:39, 44:41, 48:44, 52:46, 54:53, 58:55, 59:60, 61:60, 66:72.

Stjarnan: Ahmad James Gilbert 18/8 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 15/8 fráköst, Adama Kasper Darbo 12/6 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 8/5 fráköst, Niles Gustav William Gutenius 6, Arnþór Freyr Guðmundsson 3, Hlynur Elías Bæringsson 2/13 fráköst, Dagur Kár Jónsson 2.

Fráköst: 30 í vörn, 12 í sókn.

Valur: Kári Jónsson 22/4 fráköst/7 stoðsendingar, Pablo Cesar Bertone 14/6 fráköst, Kristófer Acox 12/8 fráköst, Callum Reese Lawson 9/10 fráköst, Hjálmar Stefánsson 9/11 fráköst, Frank Aron Booker 6.

Fráköst: 25 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Jóhannes Páll Friðriksson, Eggert Þór Aðalsteinsson.

Áhorfendur: 1847

mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is/Óttar Geirsson
Stjarnan 66:72 Valur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert