„Með öllu ótímabært að íhuga endurkomu Rússa og Hvít-Rússa“

Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, ásamt körfuknattleikssamböndum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þess er krafist af Alþjóðakörfuknattleikssambandinu, FIBA, og Alþjóðaólympíunefndinni, IOC, að íhuga ekki endurkomu Rússlands og Hvíta-Rússlands að vettvangi íþrótta.

Í yfirlýsingunni er minnt á að innrás Rússlands í Úkraínu, með stuðningi Hvíta-Rússlands, sé enn í fullum gangi og árásir að færast í aukana.

Yfirlýsingin í heild sinni:

„Körfuknattleikssambönd Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna vekja athygli ykkar og almennings á þeirri staðreynd að með öllu er ótímabært að íhuga endurkomu Rússa og Hvít-Rússa að vettvangi íþróttanna.
 
Árásir Rússa í Úkraínu standa enn yfir og færast í aukana. Við þær kringumstæður verður ekki unað við það að Rússar og Hvít-Rússar fái að snúa aftur á svið alþjóðlegra íþrótta.
 
Fulltrúar árásarríkja eiga engin tækifæri að fá til þátttöku í íþróttum, körfuknattleik þar á meðal, hvorki sem iðkendur né starfsmenn. Almenningur á með engu móti að líða stríðsátökin sem árásarþjóðin á upptök að.
Skoðun okkar er sú að Rússar og Hvít-Rússar eigi ekki að fá leyfi til að taka þátt í alþjóðlegum körfuknattleik eða öðrum íþróttum, hvorki sem keppendur né starfsmenn, og útiloka beri þá frá stjórnum og sem embættismenn alþjóðlegra íþróttasambanda þar til árásum Rússa linnir og friður kemst á.
 
Körfuknattleikssamband Danmerkur, Mads Young Christensen formaður
Körfuknattleikssamband Eistlands, Priit Sarapuu formaður 
Körfuknattleikssamband Finnlands, Timo Elo formaður 
Körfuknattleikssamband Íslands, Hannes S. Jónsson formaður
Körfuknattleikssamband Lettlands, Raimonds Vejonis formaður
Körfuknattleikssamband Litháens, Vydas Gedvilas formaður 
Körfuknattleikssamband Noregs, Jan Hendrik Parmann formaður 
Körfuknattleikssamband Póllands, Radoslaw Piesiewicz formaður
Körfuknattleikssamband Svíþjóðar, Susanne Jidesten formaður“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert