Ágúst Goði Kjartansson hefur skrifað undir tveggja ára samning við uppeldisfélagið sitt Hauka.
Ágúst Goði lék í fyrra með Black Forest Panthers í 3. deildinni í Þýskalandi. Þar var hann stoðsendingahæstur með 6,3 stoðsendingar að meðaltali í leik ásamt 11,8 stigum. Á árunum 2021 til 2023 spilaði Ágúst með Paderborn í þýsku 2. deildinni.
Í sumar var Ágúst Goði fyrirliði U20 íslenska karlalandsliðsins í körfubolta á Norðurlandamótinu og Evrópumótinu.