Landsliðsmennirnir stóðu vel fyrir sínu

Tryggvi Snær Hlinason í leiknum í kvöld.
Tryggvi Snær Hlinason í leiknum í kvöld. Ljósmynd/FIBA

Maroussi frá Grikklandi hafði betur gegn Peja frá Kósovó, 98:75, á heimavelli í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í Evrópubikar karla í körfubolta í kvöld.

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson gekk í raðir Maroussi frá PAOK í sumar og hann lék vel með nýja liðinu sínu. Skoraði hann 12 stig, tók fjögur fráköst og gaf fimm stoðsendingar á 12 mínútum.   

Tryggvi Snær Hlinason lék vel fyrir spænska liðið Bilbao sem vann útisigur á Neptunas Klaipeda frá Litháen. Miðherjinn stóri skoraði níu stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Seinni leikur Elvars og félaga er í Kósovó á fimmtudagskvöld. Seinni leikur Bilbao verður í Baskalandi á föstudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert