Einn úrvalsdeildarslagur í bikarnum

Kári Jónsson og Kristinn Pálsson mæta ÍR
Kári Jónsson og Kristinn Pálsson mæta ÍR Kristinn Magnússon

Dregið var í fyrstu um­ferð bik­ar­keppni karla í körfu­bolta í dag. Val­ur heim­sæk­ir ÍR og bikar­meist­ar­ar Kefla­vík­ur fara til Hvera­gerðis.

25 eru skráð til leiks en dregið var í níu viður­eign­ir og keppt verður um sæti í sex­tán liða úr­slit­um. Leikið verður 20.-21. októ­ber.

Liðin sem mæt­ast í fyrstu um­ferð eru eft­ir­far­andi.

Ham­ar - Kefla­vík
Þór Ak. - Álfta­nes
ÍA - Tinda­stóll
Sel­foss - Fjöln­ir
Laug­dæl­ir - Breiðablik
ÍR - Val­ur
Ármann - Njarðvík
Skalla­grím­ur - Snæ­fell
KR b - Grinda­vík

Hauk­ar, Sindri, Þór Þ., Hött­ur, Stjarn­an, KR og KV sitja hjá og eru kom­in áfram í sex­tán liða úr­slit.

Kvenna­meg­in eru sex­tán lið skráð til keppni og því verður farið beint í sex­tán liða úr­slit. Eft­ir­far­andi fé­lög verða í pott­in­um þegar dregið verður.

Aþena, Ármann, Fjöln­ir, Grinda­vík, Ham­ar/Þ​ór, Hauk­ar, ÍR, Kefla­vík, KR, Njarðvík ,Sel­foss, Snæ­fell, Stjarn­an, Tinda­stóll, Val­ur og Þór Ak. verða í pott­in­um þegar dregið verður í 16 liða úr­slit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert