Ber ekki saman um hverjir verða bestir

Valsmenn fá harða keppni um titlana frá Keflavík í vetur …
Valsmenn fá harða keppni um titlana frá Keflavík í vetur ef spárnar ganga eftir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjölmiðlum og forráðamönnum félaganna ber ekki saman um hvaða lið verði sterkast í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í vetur en núna í hádeginu voru birtar spár frá báðum aðilum vegna Íslandsmótsins sem hefst í næstu viku.

Fjölmiðlar telja að Keflavík vinni deildina eftir harða baráttu við Val en fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn telja að Valur standi uppi sem sigurvegari, eftir afar jafna baráttu við Keflavík þar sem aðeins einu stigi munar á liðunum í þeirri spá.

Fjölmiðlar og  félögin eru hins vegar sammála um að Keflavík vinni úrvalsdeild kvenna, nokkuð örugglega.

Fjölmiðlar spá Hetti og ÍR falli úr úrvalsdeild karla en félögin telja að Haukar falli ásamt ÍR.

Keflavík er bikarmeistari árið 2024.
Keflavík er bikarmeistari árið 2024. mbl.is/Óttar Geirsson

Báðir aðilar telja að lið Aþenu verði í neðsta sæti úrvalsdeildar kvenna og falli aftur niður í 1. deildina.

Félögin spá því að Hamar vinni 1. deild karla og að KR vinni 1. deild kvenna en spárnar og allar tölur má sjá hér fyrir neðan:

Lokastaðan í úrvalsdeild karla í vetur verðu þannig samkvæmt spá fjölmiðla:
1. Keflavík 109
2. Valur 104
3. Tindastóll 97
4. Stjarnan 92
5. Grindavík 91
6. Álftanes 62
7. Þór Þ. 59
8. KR 52
9. Njarðvík 43
10. Haukar 29
11. Höttur 28
12. ÍR 12

Lokastaðan í úrvalsdeild karla samkvæmt spá félaganna:
1. Valur 289
2. Keflavík 288
3. Tindastóll 286
4. Stjarnan 281
5. Grindavík 236
6. Álftanes 192
7. Þór Þ. 177
8. Njarðvík 168
9. KR 151
10. Höttur 112
11. Haukar 97
12. ÍR 63

Lokastaðan í úrvalsdeild kvenna í vetur samkvæmt spá fjölmiðla:
1. Keflavik 100
2. Grindavík 88
3. Haukar 72
4. Njarðvík 71
5. Stjarnan 60
6. Valur 59
7. Þór Ak. 29
8. Tindastóll 26
9. Hamar/Þór 23
10. Aþena 22

Lokastaðan í úrvalsdeild kvenna samkvæmt spá félaganna:
1. Keflavik 216
2. Grindavík 187
3. Haukar 181
4. Valur 160
5. Stjarnan 152
6. Njarðvík 141
7. Þór Ak. 91
8. Tindastóll 87
9. Hamar/Þór 86
10. Aþena 74

Lokastaðan í 1. deild kvenna samkvæmt spá félaganna:
1. KR 130
2. Ármann 122
3. Snæfell 102
4. ÍR 86
5. Keflavik b 83
6. Stjarnan U 58
7. Fjölnir 54
8. Selfoss 49

Lokastaðan í 1. deild karla samkvæmt spá félaganna:
1. Hamar 304
2. Fjölnir 293
3. Sindri 260
4. Breiðablik 250
5. Ármann 221
6. Skallagrímur 201
7. ÍA 181
8. Snæfell 126
9. Selfoss 122
10. Þór Ak. 121
11. KFG 114
12. KV 69

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert