„Hann getur ekki hoppað yfir Morgunblaðið“

Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við reyndum að fá hann um mitt tímabil 2022-23,“ sagði Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur í körfuknattleik, í Fyrsta sætinu.

Ólafur, sem er 33 ára gamall, fór alla leið í úrslit Íslandsmótsins með Grindvíkingum á síðustu leiktíð þar sem liðið tapaði fyrir Val í oddaleik á Hlíðarenda en tímabilið í fyrra var vægast sagt skrítið fyrir Grindvíkinga vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. 

Ætlaði að taka sér hlé frá körfubolta

Valur Orri Valsson gekk til liðs við Grindavíkur frá uppeldisfélagi sínu Keflavík sumarið 2023 og er lykilmaður í liðinu í dag.

„Svo meiðist Hörður Axel og þá fékk hann að spila helling,“ sagði Ólafur.

„Mig minnir að hann hafi verið að íhuga það að taka sér hlé frá körfubolta á þessum tíma en ég ýtti á stjórnina að semja við hann. Eins hægur og hann er, og hann getur ekki hoppað yfir Morgunblaðið heldur, þá er hrein unun að horfa á hann spila körfubolta.

Hann var oft að senda einhverjar sendingar á æfingum og ungu strákarnir voru að fá hann í hausinn eða útaf. Það er alveg sama hvar hann er á vellinum og hvort hann sé að taka menn á, þá má maður alltaf búast við því að fá boltann frá honum. Leikskilningurinn og áran yfir honum er öðruvísi og hann er algjör töffari eins og pabbi sinn,“ sagði Ólafur meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert