New York Knicks hafði betur gegn Charlotte Hornets, 99:98, í NBA-körfuboltanum í Bandaríkjunum í kvöld.
Charlotte var yfir nánast allan leikinn og var staðan í hálfleik 49:46. Charlotte hélt forystunni allan þriðja leikhluta en New York komst yfir í fjórða og síðasta leikhlutanum og vann með minnsta mun.
New York er í fjórða sæti Austurdeildarinnar með tíu sigra og átta töp. Charlotte er í 12. sæti með sex sigra og tólf töp.
Jalen Brunson skoraði 31 stig fyrir New York og Karl-Anthon Towns gerði 19. Brandon Miller skoraði 20 fyrir Charlotte.