Vonn tjáir sig ekki frekar

Lindsey Vonn.
Lindsey Vonn. AFP

Bandaríska skíðakonan Lindsey Vonn viðurkennir að sér hafi sárnað þegar hún var sökuð um að vera andstæðingur Bandaríkjanna. Vonn ætlar ekki að tjá sig opinberlega um málefni sem tengjast forseta landsins, Donald Trump, í náinni framtíð.

Vonn, ólymp­íu­meist­ari í bruni 2010 og tvö­fald­ur heims­meist­ari í alpa­grein­um, seg­ist vera full­trúi Banda­ríkja­manna á Ólymp­íu­leik­un­um en ekki full­trúi Don­alds Trumps. Lét hún þessi um­mæli falla í viðtali við CNN nýverið og hefur hún orðið fyrir miklum árásum á Twitter vegna þessa. Spurð í fram­hald­inu hvort hún myndi þiggja boð í Hvíta húsið að leik­un­um lokn­um sagði hún svo ekki vera. „Ég vil vera góður full­trúi fyr­ir Banda­rík­in en ég er ekki viss um að marg­ir í rík­is­stjórn­inni séu það.“

Vonn hafnaði í 6. sæti í risasviginu á Ólympíuleikunum í gær en það var tékkneska snjóbrettakonan Ester Ledecka sem kom öllum á óvart og fór með sigur af hólmi í risasviginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert