Pólverjar settu ólympíumet

Pólska liðið fagnar eftir að hafa tryggt sér ólympíugull.
Pólska liðið fagnar eftir að hafa tryggt sér ólympíugull. AFP

Pólska liðið vann frækinn sigur í 4x400 metra blönduðu boðhlaupi, sem fór í fyrsta sinn í sögunni fram á Ólympíuleikum, og setti í leiðinni ólympíumet á leikunum í Tókýó í dag.

Pólverjarnir hlupu á 3:09.87 mínútum, tryggðu sér þannig ólympíugull og skutu Dóminíska lýðveldinu, sem tók silfrið, um leið ref fyrir rass. Þá hirti bandaríska liðið bronsið.

Í blönduðu boðhlaupi taka tvær konur og tveir karlar þátt og var pólska liðið skipað þeim Dariusz Kowaluk, Iga Baumgart-Witan, Malgorzata Holub-Kowalik og Kajetan Duszynski.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert