Skemmtilegur hjólaviðburður í Öskjuhlíð

Þórdís Björk Georgsdóttir úr Brettafélagi Hafnarfjarðar í brautarskoðun í Öskjuhlíðinni.
Þórdís Björk Georgsdóttir úr Brettafélagi Hafnarfjarðar í brautarskoðun í Öskjuhlíðinni. Magnea Magnúsdóttir

Á morgun laugardaginn 25. janúar fer fram önnur af tveimur hjólakeppnum Reykjavíkurleikanna, Enduro-fjallahjólakeppni. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í Enduro á leikunum. Ræst verður af stað frá bílastæðinu við Perluna klukkan 17:00 og búist við að keppni standi yfir til klukkan 19.

Hjólaðar verða 4-5 leiðir og keppast þátttakendur um að vera sem fljótastir með þær, samanlagður tími ræður úrslitum. Hvort hjólaleiðirnar verða 4 eða 5 fer eftir því hvernig aðstæður verða á morgun.

Keppendur munu hjóla með ljóskastara og telja skipuleggjendur að búast megi við miklu sjónarspili. Áhorfendur eru einnig hvattir til að mæta með ljós því keppnin fer fram að miklu leyti í myrkri. Áhugafólk um fjallahjólreiðar ættu ekki að láta þennan skemmtilega viðburð fram hjá sér fara.

Forsvarsmenn að skipuleggja leiðir í Öskjuhlíð fyrir Enduro-keppnina.
Forsvarsmenn að skipuleggja leiðir í Öskjuhlíð fyrir Enduro-keppnina. Magnea Magnúsdóttir
Endurohjólakeppnir eru svipaðar og rallý, keppt í nokkrum leiðum og …
Endurohjólakeppnir eru svipaðar og rallý, keppt í nokkrum leiðum og samanlagður tími ræður úrslitum. Magnea Magnúsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert