Þrjú íslensk pör í undanúrslitum

Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir eru komin í undanúrslit í …
Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir eru komin í undanúrslit í tvenndarleik. Hrund Guðmundsdóttir

Þrjú íslensk pör eru komin í undanúrslit á RSL Iceland International-badmintonmótinu sem fer fram í TBR-húsunum um helgina og er hluti af Reykjavíkurleikunum. Mótið gefur stig á heimslista og er á Evrópumótaröðinni.

Kári Gunnarsson og Davíð Bjarni Björnsson eru komnir í undanúrslit í tvíliðaleik karla, Sigríður Árnadóttir og Daníel Jóhannesson í tvenndarleik og Karolína Prus og Júlíana Jóhannsdóttir í tvíliðaleik kvenna. Kári og Davíð Bjarni mæta dönsku pari í undanúrslitunum en bæði Sigríður og Daníel og Karolína og Júlíana enskum pörum.

Undanúrslitin hefjast klukkan 9:00 í fyrramálið og er áætlað að þeim ljúki um klukkan 13. Úrslitaleikirnir hefjast svo klukkan 15:30.

Hér má sjá yfirlit yfir undanúrslitaleiki morgundagsins og hér er youtuberás Badmintonsambands Íslands þar sem hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu.

Karolína Prus og Júlíana Jóhannsdóttir eru komnar í undanúrslit í …
Karolína Prus og Júlíana Jóhannsdóttir eru komnar í undanúrslit í tvíliðaleik kvenna. Hrund Guðmundsdóttir
Kári Gunnarsson og Davíð Bjarni Björnsson eru komnir í undanúrslit …
Kári Gunnarsson og Davíð Bjarni Björnsson eru komnir í undanúrslit í tvíliðaleik karla. Hrund Guðmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert