Ótrúlegur vaxtarhraði urriða

Urriðinn 51 degi síðar nýkominn úr hafi, 12 cm lengri …
Urriðinn 51 degi síðar nýkominn úr hafi, 12 cm lengri og þykktin eftir því. Vaki

Í ánni Testebo í Svíþjóð er svokallaður riverwatcher fiskiteljari með myndavél frá íslenska þekkingarfyrirtækinu Vaki þar sem lengd fisksins er mæld með mikilli nákvæmni.

Greint er frá ferðum sjóbirtings sem fór í gegnum teljara árinnar hinn 13. júní 2017 á leið niður ána. Var hann reiknaður 77 cm á lengdina og var þá horaður og ræfilslegur á leið til sjávar á fæðuslóðir í Eystrasalti eftir vetursetu í ánni. Þegar hann kom til baka fimmtíu og einum degi síðar, 3. ágúst, var hann búinn að lengjast um 12 cm og orðinn 89 cm og gríðarlega gildur um sig.

Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu þá telur riverwatcher fiska með 95% nákvæmni og mælir sjálfkrafa stærð allra fiska sem ganga þar í gegn með 98% nákvæmni, auk þess sem myndskeið er tekið af hverjum fiski sem þar er á ferð. Þá gerir svokölluð Pit-Tag-tækni mönnum nú einnig kleift að auðkenna sama einstaklinginn með 100% nákvæmni. 

Sami urriðinn á leið niður ána eftir vetursetu þann 13. …
Sami urriðinn á leið niður ána eftir vetursetu þann 13. júní. Vaki
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert