Sérstök sýning á The Salmon Story

Á föstudaginn kemur verður sérstök sýning í Bíó Paradís á norsku heimildarmyndinni “The Salmon Story” sem hefur fengið mikla athygli í Noregi, en þar var myndi nýverið sýnd í fjórum hlutum í norska ríkissjónvarpinu.
Fram kemur tilkynningu hjá Iceland Wildlife Fund að aðgangur verði ókeypis og hefst sýning klukkan 18.00 og um er heimsfrumsýning að ræða utan Noregs. Myndin er 76 mínútur og er með enskum texta.

Sýningin er í boði Norður Atlantshafslaxsjóðsins í samstarfi við Redvillaksen og Pandora Film í Noregi. Norðmaðurinn Kenneth Bruvik leiðir áhorfendur í gegnum stöðuna á vilta laxinum í Noregi og hvaða afleiðingar fiskeldi í opnum sjókvíum hefur haft á stofninn.

Myndin hefur vakið mikla athygli og umræðu í Noregi um áhrif fiskeldis á villta laxa. Fiskeldi er vaxandi grein á Íslandi og því er mikilvægt að allar hliðar þessa iðnaðar séu skoðaðar í kjölinn. Afleiðingarnar Noregi tala sínu máli og væri hræðilegt ef náttúra Íslands myndi bíða sama skaða.
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert