Þrátt fyrir að samþykkt hafi verið að Sparisjóður Þórshafnar myndi renna saman við Sparisjóð Keflavíkur hefur ekki orðið af því enn og mun að öllum líkindum ekki verða. Var það hrun bankanna og síversnandi staða Sparisjóðs Keflavíkur sem kom í veg fyrir samrunann.
Stofnfjáreigendur Sparisjóðs Þórshafnar eru því ekki í sömu alvarlegu vandræðum og greint var frá varðandi stofnfjáreigendur Sparisjóðs Húnaþings og Stranda, sem fengu lán til að standa straum af stofnfjáraukningu, sem var undanfari samrunans.