Veiking krónunnar eða lenging lána

Á síðasta ári var mjög heilbrigður hagvöxtur sem var drifinn áfram af útflutningi, en á næstu árum er líklegt að það verði innlend eftirspurn sem verði helsti áhrifavaldurinn í hagvexti. Slíkt skapar ekki gjaldeyri á komandi árum og mun leiða til þess að ómögulegt verður að greiða af erlendum lánum og við ílengjumst í höftum. Þetta segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, en samtökin kynntu nýja hagvaxtarspá í dag.

„Við sjáum fram á að samsetning hagvaxtar muni breytast verulega á komandi árum,“ segir Ásdís, en hún telur það áhyggjuefni að gjaldeyrisafgangurinn sé að minnka. Haldi áfram sem horfir, með aukinni einkaneyslu og í kjölfarið ójafnvægi í viðskiptajöfnuði, þá séum við komin í gamalt far verðbólgu og eignabólu. Segir hún að meðan við séum innan hafta og með krónueignir í höndum erlendra aðila sem vilji úr landi þá skapi slíkt aðstæður þar sem erfitt verður að afnema höftin. 

Afborgunarferill erlendra lána er mjög þungur hjá íslenskum aðilum á næsta ári og segir Ásdís að við því þurfi að bregðast. Telur hún mikilvægt að ná að lengja í erlendum lánum eða endurfjármagna. „Annars mun krónan þurfa að veikjast,“ segir hún. 

Ásdís telur að umfang skuldaleiðréttinganna gefi ekki tilefni til mikilla áhrifa á efnahagskerfið, en að tímasetning þeirra, þegar spennan sé mikil, geti aukið umfangið mun meira en tilefni gefi til. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK