Hlutabréf í Icelandair hafa farið hækkandi að undanförnu, samkvæmt grein Viðskiptablaðsins. Gengi hlutabréfa í félagsins Icelandair Group hefur hækkað um 25 prósent seinustu tólf mánuði. Þá hefur gengi bréfanna hækkað um 5,6 prósent frá dagslokagengi á miðvikudag til lokunar markaða í lok þessarar viku, sem þykir ekki lítil hækkun.
Virði bréfanna hefur hins vegar hækkað um 372 prósent frá því í ársbyrjun 2012. Ættu hluthafar félagsins því að geta unað sáttir við sitt, þrátt fyrir að verkfallsaðgerðir flugstétta hafi haft veruleg neikvæð áhrif á uppgjör annars ársfjórðungs sem námu 3,5 milljónum dollara, samkvæmt fyrri grein.