Wilson's Pizza gjaldþrota

Mynd af Wikipedia

Félagið Wilson's ehf., sem hélt utan um rekstur Wilson's pítsustaðarins var úrskurðað gjaldþrota hinn 18. mars síðastliðinn. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu í dag þar sem jafnframt er skorað á kröfuhafa að lýsa kröfum í búið fyrir lok maímánaðar.

Einn pítsustaður í Eddufelli er í dag starfræktur undir nafninu og stendur hann ennþá opinn.

Wilson's Pizza var stofnað í maí 2005 og voru staðirnir á tímabili fimm talsins; Í Ánanausti, Brekkuhúsum, Eddufelli, Gnoðavogi og Grjóthálsi.

Ekki náðist í eiganda Wilson's Pizza við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK