KFC fær nýtt útlit

Nýtt útlit KFC að utan.
Nýtt útlit KFC að utan. Mynd/KFC

Eftir 21 árs hlé hefur KFC kallað Colonel Sanders, stofnanda og andlit skyndibitastaðarins, aftur til starfa. Hann mun leika í auglýsingum fyrirtækisins í tilefni þess að 75 ár eru síðan kjúklingauppskriftin gómsæta var fundin upp.

Reyndar er ekki um hinn eina og sanna að ræða, heldur bregður leikarinn Darrell Hammond, sem er þekktur úr grínþáttunum Saturday Night Live, sér í gervið. „KFC borgar mér í kjúklingum,“ var haft eftir Hammond í tilkynningu vegna þessa. 

Í tilefni afmælisins ætlar KFC einnig að ráðast í endurbætur á hönnun skyndibitastaðanna. Nýja hönnunin er þegar komin upp á tveimur stöðum í Bandaríkjunum; Hikes Point í Loisville og Las Vegas. Aðrir staðir í Bandaríkjunum fá upplyftingu á næstu mánuðum.

Ólíkt öðrum skyndibitakeðjum líkt og McDonald's hefur KFC gengið vel á síðustu misserum og sala jókst um 7 prósent í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/YZflhZNRqSU" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
Nýtt útlit KFC að innan.
Nýtt útlit KFC að innan. Mynd/KFC
Hinn raunverulegi Colonel Sanders.
Hinn raunverulegi Colonel Sanders. Mynd/KFC
Daniel Hammond í líki Colonel Sanders. Þeir eru líkir.
Daniel Hammond í líki Colonel Sanders. Þeir eru líkir. Mynd/KFC
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK