Kanye þrábiður Zuckerberg um peninga

Kanye West virðist vera í vandræðum.
Kanye West virðist vera í vandræðum. AFP

Rapparinn Kanye West sagðist í gær vera stórskuldugur. Skömmu síðar þrábað hann Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, um að gefa sér peninga. 

Líkt og mbl greindi frá í gær játaði West fyrir fylgjendum sínum á Twitter að hann skuldaði um 53 milljónir Bandaríkjadala, eða um 6,7 milljarða íslenskra króna.

Frétt mbl.is: Kanye West er stórskuldugur

Í nótt virðist hann hafa tístað stöðugt. Hann bað Zuckerberg og Larry Page, stofnanda Google, um peninga sem hann sagðist þurfa til þess að þróa listræna hæfileika sína enn frekar. Þá bað hann fylgjendur um að koma bóninni áfram.

Hann bað aðdáendur um að koma skilaboðunum áleiðis.

Þá sagðist hann ekki hafa fjármagnið til þess að nýta hæfileika sína til fulls.


„Mark Zuckerberg, ég veit þú átt afmæli. En geturðu hringt í mig á morgun,“ sagði West en þess má geta að Zuckerberg átti alls ekki afmæli í gær heldur á hann afmæli þann 14. maí nk.

West myndi þá einnig þiggja hjálp frá Larry Page, stofnanda Google.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK