Rapparinn Kanye West sagðist í gær vera stórskuldugur. Skömmu síðar þrábað hann Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, um að gefa sér peninga.
Líkt og mbl greindi frá í gær játaði West fyrir fylgjendum sínum á Twitter að hann skuldaði um 53 milljónir Bandaríkjadala, eða um 6,7 milljarða íslenskra króna.
Frétt mbl.is: Kanye West er stórskuldugur
Í nótt virðist hann hafa tístað stöðugt. Hann bað Zuckerberg og Larry Page, stofnanda Google, um peninga sem hann sagðist þurfa til þess að þróa listræna hæfileika sína enn frekar. Þá bað hann fylgjendur um að koma bóninni áfram.
Mark Zuckerberg invest 1 billion dollars into Kanye West ideas
— KANYE WEST (@kanyewest) February 14, 2016
after realizing he is the greatest living artist and greatest artist of all time.
— KANYE WEST (@kanyewest) February 14, 2016
Hann bað aðdáendur um að koma skilaboðunum áleiðis.
World, please tweet, FaceTime, Facebook, instagram, whatever you gotta do to get Mark to support me…
— KANYE WEST (@kanyewest) February 15, 2016
Þá sagðist hann ekki hafa fjármagnið til þess að nýta hæfileika sína til fulls.
I don’t have enough resources to create what I really can…
— KANYE WEST (@kanyewest) February 15, 2016
I know y'all tired of music controlled by money and perception. I'm proud of every dime of debt I got.
— KANYE WEST (@kanyewest) February 15, 2016
„Mark Zuckerberg, ég veit þú átt afmæli. En geturðu hringt í mig á morgun,“ sagði West en þess má geta að Zuckerberg átti alls ekki afmæli í gær heldur á hann afmæli þann 14. maí nk.
Mark Zuckerberg I know it’s your bday but can you please call me by 2mrw…
— KANYE WEST (@kanyewest) February 15, 2016
Mark, I am publicly asking you for help…
— KANYE WEST (@kanyewest) February 15, 2016
one of the coolest things you could ever do is to help me in my time of need
— KANYE WEST (@kanyewest) February 15, 2016
West myndi þá einnig þiggja hjálp frá Larry Page, stofnanda Google.
hey Larry Page I’m down for your help too …
— KANYE WEST (@kanyewest) February 15, 2016