Heilsa fólks ekki eins og aðrar vörur

Áformað er að opna þrjár nýjar heilsugæslustöðvar.
Áformað er að opna þrjár nýjar heilsugæslustöðvar. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Stjórn BSRB leggst alfarið gegn áformum heilbrigðisráðherra um einkavæðingu heilsugæslustöðva og kallar eftir opinberri umræðu áður en afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar.

Þetta segir í tilkynningu frá stjórn BSRB um útboð á rekstri heilsugæslustöðva en þar segir að heilsa og heilbrigði fólks geri aldrei orðið eins og aðrar vörur á markaði.

„Það ætti, að mati BSRB, að vera skýrt markmið stjórnvalda að allur mögulegur „hagnaður“ af rekstri heilbrigðisþjónustu renni beint til frekari uppbyggingar þjónustunnar en ekki í vasa einkaaðila,“ segir í tilkynningunni.

BSRB fagnar áformum um uppbyggingu heilsugæslunnar samkvæmt tilkynningunni en telur eðlilegt að nýjar heilsugæslustöðvar verði fjármagnaðar af almannafé eins og þær sem fyrir eru, og starfi samkvæmt sama fyrirkomulagi.

„Íslenskur almenningur er að stærstum hluta andvígur einkavæðingu heilbrigðiskerfisins, en fylgjandi félagslegu heilbrigðiskerfi, eins og ítrekaðar skoðanakannanir hafa sýnt fram á. Í rannsókn sem Rúnar Vilhjálmsson prófessor gerði í samvinnu við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í fyrra kom fram að rúmlega 80% svarenda vilja að hið opinbera komi fyrst og fremst að rekstri heilsugæslustöðva. Aðeins um 1% töldu slíkum rekstri best fyrir komið hjá einkaaðilum.“

Frétt mbl.is : Heilsugæsla fjármögnuð eftir gæðum

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK