Beyoncé malar gull fyrir eiginmanninn

Beyoncé gaf óvænt út plötuna Lemonade.
Beyoncé gaf óvænt út plötuna Lemonade. Skjáskot úr myndbandi Lemonade

Nýjasta plata Beyoncé, Lemonade, hefur tröllriðið netheimum á síðasta sólarhring og var í fyrstu einungis aðgengileg á tónlistarveitunni Tidal sem er aðallega í eigu eiginmanns hennar Jay-Z.

Platan rauk upp vinsældarlistann á Tidal og vinsældir Tidal-appisins jukust samhliða því. Nánast samstundis og Lemonde kom út skaust appið úr 202. sæti á lista yfir mest sóttu öppin í Bandaríkjunum. Klukkutíma síðar sat það í 24. sæti og tveimur stundum síðar var það í þriðja sæti og situr þar enn. Einungis Snapchat og vinsæli leikurinn Slither sitja þar ofar.

Notendur geta streymt plötunni á Tidal eða keypt hana fyrir 17,99 dollara, eða 2.200 krónur.

Plötuna er hins vegar núna einnig hægt að kaupa á iTunes.

Það gæti komið einhverjum spánskt fyrir sjónir að plata Beyoncé skuli koma Jay-Z svona vel sökum þess að textar flestra laganna þykja bera skýr­ar vís­an­ir í fram­hjá­hald eiginmannsins.

Jay-Z keypti sænska fyrirtækið Aspiro fyrir 56 milljónir dollara á síðasta ári en fyrirtækið er eigandi tónlistarveitunnar Tidal. Fleiri hlutahafar bættust síðar við og má þar nefna Ri­hönnu, Madonnu, Kanye West og sjálfa Beyoncé, sem þó á mun minni hlut en eiginmaðurinn.

Frétt mbl.is: Framhjáhald eða hjónabandssæla?

Vinsældir Tidal ruku upp.
Vinsældir Tidal ruku upp.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK