Frá WikiLeaks í Unaðsdal

Kristinn Hrafnsson og Gígja Skúladóttir.
Kristinn Hrafnsson og Gígja Skúladóttir. mbl.is/Freyja Gylfa

Kristinn Hrafnsson blaðamaður og einn talsmanna WikiLeaks hefur söðlað um og tekið við rekstri ferðaþjónustunnar í Dalbæ á Snæfjallaströnd ásamt Gígju Skúladóttur hjúkrunarfræðingi.

Frá þessu greinir bb.is þar sem haft er eftir Gígju að þau hafi langað að breyta til og taka sér frí frá borginni. Þau séu nýbúin að opna og sumarið fari rólega af stað en það bætist við á hverjum degi.

Þá er vitnað í Facebook-færslu Kristins:

„Ef maður ætlar að venda sínu kvæði í kross á maður að venda því vestur á firði, frá WikiLeaks, í Unaðsdal á Snæfjallaströnd. Við fjölskyldan eyðum þar sumrinu og rekum ferðaþjónustuna í Dalbæ. Þar er gistiaðstaða, tjaldsvæði og veitingar en dýrasti parturinn; útsýnið yfir Æðey, Djúpið og Norðurfirði, er ókeypis. [ ... ] Það er ólýsanlegur andi á staðnum; engin illur, enda kvað Jón lærði niður þá svæsnustu fyrir 400 árum með mögnuðu rappi („Far niður, fýla / fjandans limur og grýla,“ skrifar Kristinn.  

„Eftir sex ár, meira og minna í ferðatösku, á flakki um allar trissur, kemst maður loks á þann stað sem maður hefur saknað mest. Hvergi hlaðast lífsbatteríin jafn hratt og á þessum slóðum.“

Í frétt BB segir að sem fyrr verði boðið upp á tjaldstæði og svefnpokagistingu í Dalbæ og að hægt sé að semja um gistingu í uppbúnu rúmi. Einnig sé hægt að fá kaffi og meðlæti eða súpu fyrir eða eftir göngu um Unaðsdal, Kaldalón eða aðrar náttúruperlur við hlið friðlands Jökulfjarða.

 „Við erum líka alveg opin fyrir því ef einhver vill koma og slá upp balli eða annarri uppákomu hér,“ er haft eftir Gígju að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK