Spánverjar kaupa á Grandaveginum

Grandavegur 42.
Grandavegur 42. Teikning/Þingvangur

Félagið Be Local Buy Local ehf. hefur keypt fimm íbúðir á Grandavegi 42 B og E í Reykjavík. Ein íbúðin er á Grandavegi 42B en hinar fjórar á Grandavegi 42E. Þær eru frá 122 til 125 fermetrar.

Samkvæmt fyrirtækjaskrá Creditinfo eru fjárfestarnir Alberto Porro Carmona og Miguel Angel Rodriquez Fernandez eigendur félagsins í gegnum annað félag, AM Investment ehf. Þeir eru báðir skráðir fyrir 50% hlut í AM Investment. Þeir munu vera ættaðir frá Spáni.

Á fasteignavef mbl.is er nú auglýst til sölu íbúð á jarðhæð Grandavegar 42C sem er álíka stór og íbúðirnar fimm sem Spánverjarnir keyptu. Verð hennar er 62,7 milljónir. Miðað við það hafa þeir félagar fjárfest fyrir á fjórða hundrað milljónir á Grandavegi 42. Meðal annarra fjárfesta í húsinu eru Friðrik Sigurðsson í gegnum félagið Fraser ehf. og Andreas og Stefán Þór Lúðvíkssynir í gegnum Fasteignafélagið Bros ehf. Bæði félög keyptu eina íbúð í húsinu.

Þá keypti Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í knattspyrnu, tvær íbúðir, ásamt því sem móðir hans og stjúpfaðir keyptu eina íbúð, móðursystir hans eina og sonur annarrar móðursystur hans eina. Á fjölskyldan því ekki færri en fimm íbúðir í húsinu. Loks er Brynja, hússjóður Öryrkjabandalagsins, skráð fyrir fjórum íbúðum í jafnmörgum stigagöngum. Þetta eru minnstu íbúðirnar og á jarðhæð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK