Starfsemi Icelandair Group skipt í tvennt

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Tekin hefur verið ákvörðun um að innleiða nýtt skipurit hjá Icelandair Group í kjölfar breytinga sem gerðar hafa verið á skipulagi félagsins. Breytingarnar á skipulaginu fólu í sér að rekstur og starfsemi Icelandair Group og Icelandair verða samþætt þannig að einn forstjóri verður yfir báðum félögum og fjármálasvið félaganna eru sameinuð. Ennfremur verða IGS og Icelandair Cargo hluti af Icelandair eftir þessar breytingar.

Frétt mbl.is: Svali Björgvinsson hættir hjá Icelandair

„Með breytingunni næst fram skýrari áhersla á kjarnastarfsemi félagsins og er samþættingin skref í átt að aukinni einföldun og hagkvæmni í rekstri. Þá verða boðleiðir styttri og stjórnendum fækkar en eftir breytinguna hefur framkvæmdastjórum samstæðunnar fækkað um fjóra á undanförnum mánuðum,“ segir í tilkynningu frá Icelandair Group til Kauphallarinnar.

Nýju skipuriti félagsins er ætlað að endurspeglar þessar áherslubreytingar og styðja við vöxt félagsins á komandi misserum og árum. Starfsemi félagsins verður skipt í tvennt. Annars vegar verður um að ræða alþjóðaflugstarfsemi og hins vegar fjárfestingar. Flugstarfsemi félagsins vegi þyngst í rekstri og afkomu samstæðunnar og mikilvægt sé að uppbygging félagsins endurspegli þá staðreynd. Alþjóðaflugstarfsemin mun skiptast í fimm svið: fjármálasvið, mannauðssvið, rekstrarsvið, stefnumótunar- og viðskiptaþróunarsvið og sölu- og markaðssvið.

Frétt mbl.is: Birkir Hólm lætur af störfum hjá Icelandair

Bogi Nils Bogason verður framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group, Elísabet Helgadóttir  verður framkvæmdastjóri mannauðssviðs, Jens Þórðarson verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, Birna Ósk Einarsdóttir verður framkvæmdastjóri stefnumótunar- og viðskiptaþróunarsvið, og Guðmundur Óskarsson verður framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK