Farþegum WOW air fjölgaði um 69%

Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air. mbl.is/Rax

WOW air flutti rúmlega 2,8 milljónir farþega á síðasta ári en það er 69% fjölgun farþega frá árinu áður. Skúli Mogensen forstjóri segist reikna með 3,7 milljónum farþega á þessu ári. 

Sætanýting WOW air árið 2017 var 88% sem er sú sama og árið 2016. Framboðnum sætiskílómetrum fjölgaði um 80% milli ára.

WOW air flutti 214 þúsund farþega til og frá landinu í desember eða um 23% fleiri farþega en í desember árið 2016. Sætanýting WOW air í desember var 88% en sætanýting í fyrra á sama tímabili var 86%. Framboðnum sætiskílómetrum fjölgaði um 21% í desember frá því á sama tíma í fyrra. 

Flugfloti WOW air verður 24 þotur í lok árs en félagið mun taka á móti sjö nýjum þotum á árinu, þar af þremur innan örfárra mánaða. Um er að ræða tvær Airbus A321ceo, eina Airbus A321neo og fjórar Airbus A330-300neo-breiðþotur en WOW air verður annað flugfélagið í heiminum til að taka á móti slíkum breiðþotum.

Í fréttatilkynningu frá WOW air er haft eftir Skúla Mogensen forstjóra að hann áætli að 3,7 milljónir farþega muni ferðast með flugfélaginu árið 2018. Hann segir að desembermánuður hafi verið sérstaklega góður og að félagið hafi aldrei verið betur í stakk búið til að ráða við áframhaldandi vöxt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK