Nota gervigreind í auglýsingagerð

Hrönn Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Árnasona.
Hrönn Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Árnasona. Ljósmynd/Aðsend

Aug­lýs­inga­stof­an Árna­syn­ir hef­ur inn­leitt hug­búnað í starf­sem­ina sem for­próf­ar aug­lýs­inga­efni með aðstoð gervi­greind­ar. Hug­búnaður­inn mæl­ir hvaða þætti aug­lýs­inga­efn­is­ins aug­un grípa fyrst og bend­ir á leiðir til úr­bóta ef þörf er á.

„Við byrjuðum að prófa hug­búnaðinn í haust og hann hef­ur gefið það góða raun að nú höfum við innleitt hann sem fastan part af vinnuferlinu. Hann bygg­ir að nokk­ur þúsund augnsk­ann­a­rann­sókn­um þar sem mælt var hvert at­hygl­in bein­ist við fyrstu sýn,“ seg­ir Hrönn Óskars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Árna­sona. 

Hug­búnaðinum er beitt á ýmsar gerðir auglýsinga og markaðsefnis, til dæm­is prentaug­lýs­ing­ar, heimasíður og umbúðir svo nokkuð sé nefnt. Til þess að mæla virkni markaðsefnis á netinu er t.d. mikið notast við svo­kallað „A/B test“. Þá eru mismunandi útgáfur af skilaboðum settar í loftið og viðbrögðin bor­in sam­an. Hugbúnaðurinn býður hins vegar upp á að framkvæma prófanir áður en auglýsingaefnið fer í loftið og minnka þannig óvissuna áður en haldið er af stað. 

Hrönn seg­ir að gervi­greind taki ágisk­an­ir út úr mynd­inni, t.d. þegar kem­ur að staðsetn­ingu meginskilaboða, lita­sam­setn­ingu og fleiru. 

„Hug­búnaður­inn stjórn­ar aldrei hönn­un­inni en hjálp­ar við að fínstilla hana og tryggja að hún skili há­marksár­angri þannig að þau skila­boð sem skipta mestu máli sjá­ist á fyrstu sek­únd­un­um,“ seg­ir Hrönn. “Oft snúast vangavelturnar í hönnunarferlinu um hvort nota eigi þennan lit eða hinn, hafa þessi skilaboð meira áberandi og svo mætti lengi telja. Hingað til hafa menn yfirleitt þurft að treysta á smekk og reynslu þegar kemur að slíkum ákvörðunum en nú er búið að útrýma þeim óvissuþætti að stóru leyti. Forritið tryggir að þau skilaboð sem við viljum setja í forgrunn og fangi athyglina geri það í raun og veru."

Hún tek­ur dæmi um að hug­búnaður­inn greini hvort að auka­atriði fái of mikið vægi í kynningarefninu. „Þá þarf að dempa lit­inn, breyta staðsetningu eða fikta í forminu svo að aukaatriðin fangi ekki alla at­hygl­ina.“

Hrönn seg­ir að Árna­syn­ir séu fyrsta aug­lýs­inga­stof­an á Íslandi til að not­ast við gervigreind á þennan hátt en hún tel­ur að eft­ir nokk­ur ár verði öll hönn­un­ar­for­rit með inn­byggðri gervi­greind. “Forprófanir á markaðsefni eru óumdeilanlega mjög gagnlegar en hafa hingað til verið tímafrekar og kostnaðarsamar. Tæknin er að breyta því eins og þetta dæmi sannar."

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK