Marel snarhækkar í Kauphöllinni

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Verð á hlutabréfum í Marel hafa hækkað verulega þar sem af er degi vegna betri afkomu en búist var við. Tekjur fyrirtækisins námu meira en einum milljarði evra. 

Þegar þessi frétt er skrifuð hefur Marel hækkað um 8,5% frá því að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í dag og nema viðskipti með bréfin 675 milljónum króna. 

Tekjur Marel jukust um 6% á milli ára og EBIT-hagnaður um 10%. Þá stækkaði pantanabók fyrirtækisins verulega, úr 350 milljónum evra í 472 milljónir evra, á milli áranna 2016 og 2017. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK