Tíminn of knappur og áhættan of mikil

mbl.is/Eggert

Lífeyrissjóðurinn Gildi sleit viðræðum við Kaupskil, stærsta eiganda Arion banka, þegar ljóst var að ekki næðist samkomulag um að sjóðurinn fengi tíma til að leggja mat á endurskoðað uppgjör bankans. Áhættan var einnig talin of mikil. 

Þetta kemur fram á heimasíðu Gildis sem hefur ákveðið að fjárfesta ekki í bankanum að svo stöddu. Þar segir að ákvörðunin um að kaupa ekki hlut í Arion banka hafi verið tekin eftir að viðræður fulltrúa Gildis og Kaupskila skiluðu ekki árangri. Sjóðnum hafi borist tilboð um að kaupa hlut í Arion banka miðvikudaginn 24. janúar og því hafi verið skammur tími til að meta fjárfestinguna.

Gildi óskaði eftir að fá meiri tíma til að meta fjárfestinguna, ekki síst til að fá tækifæri til að leggja mat á endurskoðað uppgjör Arion banka sem birt verður á morgun (14. febrúar). Ekki náðist saman um það.“

Þá kemur fram að enn ríki talsverð óvissa um skráningu bankans á markað og einnig skorti skýrari sýn á framtíðarrekstur hans. Mat sjóðsins hafi verið að of mikil óvissa og áhætta felist í kaupunum fyrir sjóðsfélaga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK