Gagnaver háð bitcoin

María Ingimundardóttir telur að gagnaversiðnaðurinn geti vaxið umtalsvert og skilað …
María Ingimundardóttir telur að gagnaversiðnaðurinn geti vaxið umtalsvert og skilað miklum tekjum.

80-90% af starfsemi gagnavera hér á landi eru vegna bitcoin-námugraftar. Gagnaver hér á landi eru fá og slæmt að þau séu svo háð einni tegund af vinnslu.

„Sem ofan á allt er mjög brothætt. Ef verð á rafmynt fellur hratt og gengið fer neðarlega af einhverjum ástæðum gæti það leitt til þess að þeir aðilar sem eiga þennan búnað sjái ekki fram á að það borgi sig að halda starfseminni áfram,“ segir María Ingimundardóttir, framkvæmdastjóri ráðgjafarsviðs Opinna kerfa.

Hún segir að það sem helst standi í vegi fyrir því að erlendir aðilar komi til Íslands séu fáar tengingar og frekar dýrar. Gagnaflutningsgeta sæstrengjanna Farice og Danice sé nægileg og langt frá því að vera fullnýtt, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK