Sigríður ráðin yfir starfsmannamál Íslandspósts

Sigríður Indriðadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Íslandspósts.
Sigríður Indriðadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Íslandspósts. Ljósmynd/Aðsend

Sigríður Indriðadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Íslandspósts. Sigríður tekur við stöðunni af Andrési Magnússyni sem lét nýverið af störfum eftir áratuga starf hjá Íslandspósti og þar áður hjá Pósti og síma.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Sigríður hafi víðtæka reynslu af mannauðsmálum og hafi starfað sem mannauðsstjóri áður, fyrst hjá Mosfellsbæ og síðar hjá Mannviti.  Þá hefur hún starfað við mannauðsráðgjöf hjá Reykjavíkurborg og grunnskólakennslu á Akranesi. Einnig hefur Sigríður starfað við þjálfun í mannlegum samskiptum hjá Dale Carnegie og nú síðast við stjórnendaþjálfun hjá Strategic Leadership. 

Sigríður er með B.Ed-gráðu frá Kennaraháskóla Íslands og M.Sc-gráðu í mannauðs- og menntunarfræðum frá Háskólanum í Lundi, auk þess sem hún útskrifast úr markþjálfunarnámi frá Háskólanum í Reykjavík í vor.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK