Keðjur Jamie Oliver í vondum málum

Jamie Oliver ásamt eiginkonu sinni, Jools Oliver.
Jamie Oliver ásamt eiginkonu sinni, Jools Oliver.

Óttast er að veitingastaðakeðja Jamie Oliver, Barbecoa, sé á leið í þrot, að því er fram kemur í Telegraph og The Sun í dag.

Fréttir herma að kostnaður sé að það mikill að útlit sé fyrir að stjórnendur keðjunnar geti ekki lengur greitt reikninga og muni óska eftir gjaldþrotaskiptum síðar í vikunni.

Á sama tíma eru miklir erfiðleikar í rekstri annarrar keðju veitingastaða undir nafni Oliver, Italian, sem búist er við að sé á sömu leið.

Ef Barbecoa fer í þrot er hætta á að 160 störf glatist, segir í frétt Telegraph en ljóst er að 450 munu missa vinnuna á þeim tólf Jamie's Italian-stöðum sem verður lokað á næstunni. 

The Sun

Telegraph

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK