Seðlabankastjóri Lettlands handtekinn

Seðlabanki Lettlands.
Seðlabanki Lettlands. Wikipedia

Efnahagsbrotadeild lettnesku lögreglunnar hefur handtekið seðlabankastjóra landsins, Ilmars Rimsevices, í tengslum við rannsókn á spillingarmáli, samkvæmt frétt BNS.

Lettneskir fjölmiðlar greina frá því að húsleit hafi verið gerð á heimili hans og skrifstofu í húsnæði Seðlabanka Lettlands. 

Rimsevices var handtekinn í gærkvöldi og yfirheyrður í sjö klukkustundir áður en hann var fluttur á annan stað klukkan 01:30 í nótt.

Haft er eftir forsætisráðherra landsins, Maris Kucinskis, að boðað hafi verið til neyðarfundar hjá ríkisstjórn landsins á morgun um málið. Ekkert bendi til þess að fjármálakerfi landsins sé ógnað.

Frétt á vef bankans

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK