Arðgreiðslur í sjávarútvegi hlutfallslega lágar

Arðgreiðslur sem hlutfall af hagnaði á árunum 2010 til 2016 voru að jafnaði 21% hjá fyrirtækjum í sjávarútvegi samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Á sama tímabili voru arðgreiðslur hjá öðrum geirum atvinnulífsins að jafnaði 31%.

Þetta kemur fram í pistli á vef Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi en þar segir að upphrópanir um himinháar arðgreiðslur í sjávarútvegi eiga því vart við rök að styðjast.

Í pistlinum kemur fram að almenna reglan sé sú að fyrirtæki greiði einungis arð ef hagnaður er af rekstri og staða fyrirtækisins að öðru leyti góð. Til séu mörg dæmi um fyrirtæki í örum vexti, eins og tæknifyrirtæki, sem greiði ekki arð þrátt fyrir góða afkomu. Því sé öfugt farið með stöndug fyrirtæki á stöðugum mörkuðum sem eiga litla möguleika á því að vaxa mikið. Þau greiði frekar arð. 

„Því fylgir meiri áhætta að fjárfesta í fyrirtæki, en leggja pening inn í banka og því vænta fjárfestar hærri ávöxtunar en af innstæðu í banka. Þrátt fyrir þetta er ekki óalgengt að menn hrökkvi við þegar heyrist af arðgreiðslum fyrirtækja, þá ekki síst arðgreiðslum sjávarútvegsfyrirtækja.

Sjávarútvegsfyrirtæki eru nokkuð augljóslega í seinni hópnum sem nefndur er hér á undan, enda er fiskur takmörkuð auðlind og ekki mikið um vaxtarmöguleika. Þó er rétt að halda því til haga að sjávarútvegsfyrirtæki þurfa að sjálfsögðu að fjárfesta í nýrri tækni; endurnýja skip sem stuðlar að aukinni framleiðni, verðmætasköpun og tryggir stöðu þeirra í alþjóðlegri samkeppni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK