Krafa um kyrrsetningu raskar ekki skráningarferlinu

Arðsemi eigin fjár hjá Arion banka myndi væntanlega aukast sem …
Arðsemi eigin fjár hjá Arion banka myndi væntanlega aukast sem og kostnaðarhlutfallið við það að taka Valitor úr samstæðu bankans. mbl.is/Eggert

Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri Arion banka, segist telja að krafa um kyrrsetningu eigna Valitor, dótturfélags Arion banka, muni ekki hafa áhrif á næstu skref í söluferli bankans.

Fram hefur komið í fjölmiðlum að tvö fyrirtæki sem önnuðust rekstur greiðslugáttar fyrir Wikileaks, Datacell og Sunshine Press Productions, hyggist fara í skaðabótmál gegn Valitor vegna þess að félagið ákvað einhliða og án fyrirvara að loka gáttinni árið 2011. Upplýst var á fimmtudaginn að lögmaður fyrirtækjanna muni fara fram á að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kyrrsetji eignir Valitor fyrir sex og hálfan milljarð króna.

Höskuldur Ólafsson.
Höskuldur Ólafsson. mbl.is/Eggert

„Þessi málarekstur allur hefur legið fyrir lengi. Það hefur verið gerð grein fyrir honum í ársreikningum Valitor og Arion banka,“ segir Höskuldur í svari til Morgunblaðsins.

Heimildir blaðsins herma að ólíklegt þyki að skaðabótamál gegn Valitor hafi áhrif á fyrirætlanir um skráningu bankans á hlutabréfamarkað í vor. Það helgast af því að stefnt hefur verið að því að taka Valitor úr samstæðu bankans um nokkra hríð. Líklegast yrði það gert með arðgreiðslu til hluthafa bankans.

Höskuldur staðfestir við Morgunblaðið að það hafi verið í skoðun að gera breytingar á eignarhaldi Valitor og þá taka félagið úr Arion banka-samstæðunni. „Að svo stöddu hefur engin ákvörðun verið tekin um slíkt, né þá með hvaða hætti. Þessi mál ættu að skýrast á næstu dögum og vikum,“ segir hann.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK